Madur rett bregdur ser ut fyrir landssteinana og a medan gerist bara ALLT.
Alla vega ad tha erum vid Baldur i Amerikunni og buin ad versla eins og brjalaedingar thratt fyrir veikt gengi kronunnar og svo er bara ad vona ad thessi blessudu kreditkortafyrirtaeki geti nu rukkad mann a "mannsaemandi" gengi, en ekki a thessu gengi sem ad madur er ad sja i frettunum. Thetta er buin ad vera mjog fin ferd hja okkur, en madur er audvitad farin ad sakna stelpnanna rosa mikid, get eiginlega ekki bedid eftir thvi ad koma heim og knusa thaer i bak og fyrir.
Eg aetla nu ekki ad hafa thetta lengra ad sinni, sit bara her i lobbyinu og bid eftir thvi ad fara ut a flugvoll.
Bloggar | 7.10.2008 | 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Og að ég mætti nú vera aðeins duglegri við að skrifa e-ð á þetta blessaða blogg. Annars er nú margt og mikið búið að gerast á þessum bæ síðan síðast, t.d. erum við Gunnhildur María byrjaðar í ungbarnasundi (Þórunn Emilía hætti 30. maí og G.M. byrjaði 2. júní) þannig að ég er búin að vera non stop í sundinu hjá Snorra síðan í byrjun apríl '06. Ég er líka búin að eignast þennan fína iPod, keypti hann af múttu minni og er bara að fíla hann, þarf aðeins að læra inn á hann samt. Sólin er sko búin að vera dugleg að glenna sig síðan síðasta færsla var rituð og ekki þykir mér það leiðinlegt, er mikill aðdáandi þeirrar gulu;o). Rétt fyrir síðustu mánaðarmót fékk hann Baldur minn sína ósk uppfyllta, hann fékk loksins flatara og þá er ég sko ekki að meina flatlús heldur FLATSKJÁ, en ég kvarta svo sem ekki, finnst hann alveg kúl líka;o) Stóra skottan mín er algjörlega búin að henda bleyjunni, líka á nóttunni, það liðu ekki nema 2 vikur frá því að hún hætti með bleyju á daginn og þangað til að hún hætti líka með bleyju á nóttunni, ekkert smá dugleg og við foreldrarnir algjörlega að springa úr stolti. Þá held ég að ég sé búin að telja upp þessa stóru hluti sem að hafa gerst síðan síðast. Æ já, svo fékk ég líka að vita það korter í sumarfrí hjá Þórunni Emilíu að hún er komin með 9 tíma vistun á leikskólanum, ég sótti sko um lenginguna í janúar þannig að þetta er ekki búið að taka neinn smá tíma. En ætli maður segi þetta ekki gott í bili, læt fylgja með myndir af snúllunum mínum.
Stóra snúllan hún Þórunn Emilía iPod D.J.
Svo er það litla snúllan hún Gunnhildur María síkáta (annað eyrað pínu úr focus, en só vott).
Skvísumamman kveður í bili.
Bloggar | 20.7.2008 | 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á laugardaginn skírðum við litlu snúlluna okkar og fékk hún nafnið Gunnhildur María, í höfuðið á mæðrum okkar. Það besta við þetta allt saman var að þær áttu svo ekki von á því að við myndum skíra eftir þeim, þannig að ég held að Reykvíkingar hafi orðið varir við jarðskjálfta og sérstaklega íbúar í nánd við Laugarneskirkju Þetta var yndislegur dagur í alla staði, veislan heppnaðist þvílíkt vel og var voða lítið af afgöngum. Ég var voða dugleg og bakaði jarðaberjatertu, púðursykurstertu og gerði 2 heita rétti, hefði eiginlega þurft að gera 4 eða 6 því að þessir réttir voru fyrstir til að klárast. Svo var reyndar smá ves í samandi við skírnarkökuna, ég bað þá að koma með kökuna í salinn um 14:30, en þeir voru sko búnir að hringja í konuna sem að fylgdi salnum fyrir kl. 14 takk fyrir, en jæja þetta bjargaðist nú allt saman. En svo var farið að skera í kökuna og þá sé ég bara að það er bleikt inni í henni og ég bara "whaaaaaat" það átti sko að vera súkkulaðifylling og ég hef alla vega alltaf staðið í þeirri trú að súkkulaðifylling sé brún, hmmmmm. En kakan var svo sem allt í lagi með jarðaberjafyllingunni, en ég er samt ennþá að gera upp við mig hvort ég eigi að hringja og kvarta pínu.
Hér er ein mynd úr skírninni
Hér kemur svo ein af kökunni frægu
Annars er kallinn á pínu bömmer, hann varð nebblega 27 á föstudaginn, greyjið "litla", hvað má ég segja hmmmm, búin að fylla 3 tugi sko.
En jæja, segjum þetta gott í bili
Skvísumamman
Bloggar | 27.5.2008 | 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Já ég er sko búin að vera rosa mennó e-ð upp á síðkastið. Á sunnudaginn fyrir viku síðan fór ég á tónleika hjá Karlakór Reykjavíkur og voru þeir ekkert smá flottir (á 2 frændur í þeim kór). Á þriðjudaginn í síðustu viku fór ég til hennar Sollu minnar og þar fengu lokkarnir mínir að fjúka en ég er ekkert smá ánægð að vera svona stutthærð og fín. Síðasta föstudag var ég í miðasölunni hjá Vox femine þar sem að þær voru með tónleika í Hafnarborg, þetta voru svona vínar- og valstónleikar og þetta voru ekkert smá flottir tónleikar (mamman mín í þessum kór) og svo var ég á tónleikum hjá Strætókórnum áðan og þeir voru léttir og skemmtilegir (á 5 frændur í þessum kór). Jamm, það er alveg greinilegt að það er mjög söngelskt fólkið í fjölskyldunni minni og svo er spurning hvort að ég skelli mér ekki í Voxinn með henni múttu í haust, mér finnst nefninlega voða gaman að syngja líka (kemur á óvart hehe).
Yngri dóttir mín dafnar mjög vel eftir að ég fór að gefa henni nánast bara þurrmjólk þar sem að ég er greinilega ekki mikil mjólkurkú og ef að ég væri kú að þá væri örugglega bara búið að slátra mér þar sem að ég væri ekki að standa mig í stykkinu. En þá að þeirri eldri, hún er nottla bara gullmoli þessi elska, það er auðvitað verið að reyna að venja hana smátt og smátt af bleyju og reyna að fá hana til þess að pissa og kúka í koppinn eða klósettið, en fyrir nokkrum dögum síðan sat Baldur á klóinu og var að gera nr. 2 og Þórunn Emilía var e-ð að sniglast inni á klói og þurfti að kúka, þá ætluðum við að vera voða sniðug og spurðum hana hvort hún vildi nú ekki kúka í koppinn þar sem að pabbi væri nú að kúka í klósettið, en hún var nú ekki lengi að svara þessu og sagði: "Nei, get ekki kúka koppinn mér er svo illt í bakinu, hahaha, bara góður.
Svo er nú ekki langt í skírnina og við ekkert smá róleg, maður ætti nú kannski að fara aðeins á stúfana á morgun og panta kerti og kannski reyna að finna ódýra kökudiska ég á nebblega ekki neinn sko. Svo verður alveg brjálað að gera hjá mér í næstu viku, ég fer í litun á mánudaginn, neglur á þriðjudaginn, vax á miðvikudaginn og svo eigum við að hitta prestinn á fimmtudaginn og svo er skírnin á laugardaginn, sææææl get ég fengið fleiri klukkustundir í sólarhringinn fram að skírn??????
En núna ætla ég að fara að lúlla mér, litla snúlla búin að drekka síðasta pelann fyrir nóttina og þá vonar maður bara að hún geri eins og hún er vön, þ.e.a.s. sofi fram til morguns.
Leiter geiter,
Skvísumamman.
Bloggar | 15.5.2008 | 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég verð nú bara að segja það að þar sem að ég er nú frekar mikill aðdáandi American Idol að þá er ég bara drullu fúl út í þessa Kana. Fyrir 2 vikum sendu þeir geðveikt góðann söngvara og líklega bara fyrir það að hann er frá Ástralíu og svo í gær var frábær söngkona send heim og líklega bara af því að hún er frá Írlandi og þetta er sko fólk sem að átti deffinetlí að vera í "Top 4". Þannig að ég er bara ógisslega fúl yfir þessu öllu saman að þetta fólk geti ekki valið talenta fram yfir þjóðerni og hana nú! Varð bara að tjá mig aðeins um þetta, meira síðar.
Skvísumamman kveður í bili.
Bloggar | 29.4.2008 | 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jú, það finnst mér alla vega og maður á sko alltaf að segja eins og manni finnst, það segir mamma mín alltaf
Eyþór Ingi vann auðvitað Bandið hans Bubba en það voru engin tíðindi fyrir mig þar sem að ég sagði eftir að hafa heyrt í þessum dreng í fyrsta skiptið að nú þyrfti sko ekki að halda neina keppni þar sem að sigurvegarinn væri fundinn og auðvitað hafði ég rétt fyrir mér. En ég verð nú að segja það að ég vorkenni nú Arnari pínu pons, hann er búin að keppa tvisvar við Eyþór og tapað í bæði skiptin, grey grákurinn Þegar að Bandið var búið ætlaði ég að skreppa til múttu minnar en hún var ekki heima, var bara hjá henni Sillu og var mér bara boðið að koma þangað í staðinn, auðvitað sló ég til og tók með mér sundfötin þar sem að þær ætluðu í pottinn og það var sko ekkert smá næs.
Í gærkvöldi fórum við hjónaleysin á Djísus Kræst Súperstar í Borgarleikhúsinu og skemmtum við okkur alveg ljómandi vel, gaman að gera e-ð svona tvö ein, alveg nauðsynlegt. Við vorum sammála um það að Jenni í Brain Police hefði brillerað sem Júdas og svo vorum við líka sammála um það að hann Krummi hefði nú ekki verið neitt spes. Sviðið var rosalega einfalt og flott, bara einn stór kross á sviðinu sem að hægt var að hækka og lækka á alla vegu og svo laufblöð, þetta gjörsamlega sannaði orðatiltakið "less is more". En annars bíðum við bara eftir því að þetta verk verði sett upp eftir nokkur ár og þá með Eyþóri í hlutverki Jesú og Arnari í hlutverki Júdasar, hehe.
Hún Þórunn Emilía gisti hjá Lilju sys og Mikael Orra og fannst það nottla æði, en ég komst nú að því að hún dóttir mín getur verið mjög lúmsk. Við gleymdum að setja í töskuna einhvern bangsa eða e-ð sem að hún gæti sofið með þannig að hún fékk lánaðan bangsa hjá M. O. En svo sofnar hann á undan henni og þegar hann er sofnaður sér hún sér gott til glóðarinnar og ákveður að taka bangsann af M. O. og láta hann bara hafa bangsann sem að hún var með, hehe, nema hvað að Lilja stendur hana að verki og hvíslar að henni að þetta megi ekki og þá verður mín voða skömmustuleg og fer að skæla Segið svo að börn geti ekki verið snjöll
En jæja þá, ekki meira í bili.
Skvísumamman
Bloggar | 20.4.2008 | 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það munaði nú ekki miklu að ég hefði breyst í fugl í gærkvöldi þegar ég var að horfa á Bandið hans Bubba, ég fékk svo brjálaða gæsahúð þegar hann Eyþór var að syngja seinna lagið sitt að það er sko bara ekki fyndið. Ég fékk gæsahúð á handleggina, bakið, upp eftir hnakkanum og andlitið, þannig að það má eiginlega segja að ég hafi orðið hálf gæs, hehe. En þessi drengur er bara magnaður og það að hann sé ekki eldri en 18 er nottla bara rugl og ef hann vinnur þetta ekki að þá er e-ð að þjóðinni og Bubba.
En nóg um þetta. Þegar að Bandið var búið fékk ég mér bíltúr í Vesturbæinn til ma og pa til þess að ná í M&M kúlur fyrir Baldur minn og nýjann heimasíma. Heimasíminn hérna er nebbla búinn að vera ansi leiðinlegur í ANSI LANGAN TÍMA, var gjörsamlega að gefast upp á þessu hel%$&#. Stundum ákvað símafíflið bara að virka ekki og ákvað það líka oft í miðju samtali og þá var sko ekkert verið að pæla við hvern maður var að tala og hvort maður var kannski búin að bíða í 20-30 mín. að ná sambandi við viðkomandi, eins og ég segi að þá var þetta bara orðið gjörsamlega ÓÞOLANDI og var farið að reyna soldið mikið á skapið get ég sagt ykkur, þannig að Binni maðurinn hennar Kollu vinkonu mömmu reddaði mér og mömmu (hún var með eins síma og ég) nýjum símum og vona ég innilega að þeir eigi eftir að haga sér betur.
Þórunn Emilía var heldur betur dugleg á leikskólanum í gær, hún fór á koppinn eftir hvíldina eins og vaninn er nema hvað að það varð smá misskilningur á milli þeirra sem að vinna á deildinni hennar, þær héldu báðar að hin hefði sett á hana bleyju en hvorug gerði það. Hún kom nefnilega arkandi fram af koppnum og var búin að girða upp um sig og var sem sagt bleyjulaus fram yfir kaffi og ekkert slys takk fyrir, þannig að ég held að það verði ekkert rosalega langt í að hún hætti bara með bleyjuna.
Í gær hringdi ég í Laugarneskirkju og ætlaði að tala við Sr. Bjarna en hann var ekki við þannig að það var einhver kona sem að spurði mig hvort hún gæti ekki tekið skilaboð og ég bara jú, jú og segi henni það að ég ætli að fá hann til þess að skíra fyrir mig og hún spyr mig um dagsetningu og ég segi henni að við séum með 3 í huga s.s. 1. , 3. og 10. maí og þá segir hún við mig að hann skíri bara á sunnudögum, s.s. í messu og eftir messu. Hann er nú ekki búinn að hringja í mig til baka, en ég vona að hann geti gert smá undantekningu þar sem ég er ekki alveg að meika það að vera með einhverja hevý veislu á sunnudegi og svo þarf Baldur að fara að vinna á mánudeginum. En þetta kemur bara í ljós þegar að maðurinn hringir í mig. En svona fyrir fólk sem er rooooooooosalega forvitið að þá ákváðum við að skíra ekki í höfuðið á neinum, s.s. bæði nöfnin eru gjörsamlega út í loftið.
Jæja nóg frá mér í bili,
Skvísumamman
Bloggar | 12.4.2008 | 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jamm, í gær mætti ég með snúlluna mína í vigtun upp á heilsugæslu og hvað haldiði, við mæðgur fengum okkur sko bara göngutúr upp í Efstaleiti og svo þegar við vorum búnar þar röltum við á leikskólann hennar Þórunnar Emilíu og sóttum hana og svo heim. Svo endurtókum við sko leikinn í dag, þ.e.a.s. við röltum að ná í Þ. E. og það er sko bara gott að anda að sér fersku lofti og svo fílar litla snúllan það alveg í tætlur að vera í vagninum sínum Við hittum líka á mömmu eins sem er með Þ. E. á deild og það vill svo til að hún er einmitt líka með lítið kríli og við fórum að tala um það að maður þekkti engann í hverfinu sem að maður gæti farið í göngutúra með þannig að við ákváðum bara að við skyldum bara fara saman út að labba takk fyrir, þannig að nú er sko engin afsökun lengur þegar maður er komin með göngufélaga
Held það sé ekki mikið meira í bili.
Leiter geiter,
Göngugarpurinn mikli
Bloggar | 10.4.2008 | 23:48 (breytt kl. 23:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er sko ekki hægt að segja annað en að ég sé frekar málhölt manneskja og fæ ég þennan skemmtilega "galla" frá henni mömmu minni. Alla vega að í gær þegar við vorum komin í bæinn ákváðum við að fá okkur bara Hlölla, þegar við erum búin að fá bátana okkar, búin að leggja bílnum og byrjuð að borða sullast niður á mig sósa og þá segi ég við Baldur: "Oh, ég gleymi ALLTAF að biðja staffið í þessum lúgusjoppum um að láta SAMLOKU fylgja með!" Ætlaði auðvitað að segja servéttu en ekki samloku, hehe, en svona vellur vitleysan stundum upp úr mér, ekkert við þessu að gera.
Svo var ég reyndar að komast að því að það er ekkert hótel í mollinu í Minneapolis, en það eru víst þó nokkur hótel nálægt þannig að maður kíkir bara á það. Það hefði nú samt verið voða næs að "búa" bara í mollinu, eeeeeen hitt dugir mér sko alveg.
Við kallinn ákváðum líka nafn á lilluna okkar um helgina eeeeeen fólk verður bara að vera forvitið áfram því að "áur lips ar tótallý síld" enginn fær að vita fyrr en presturinn spyr hvað barnið eigi að heita við eigum bara eftir að finna dagsetningu og panta prest og kirkju.
En jæja, ætli það sé ekki best að fara að gefa miss X og fara svo að lúlla í hausinn á sér, maður er orðin frekar sybbinn
Leiter geiter,
Skvísumamman
Bloggar | 8.4.2008 | 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þá er maður komin úr sælunni og aftur í bæinn, hefði sko alveg verið til í að vera aðeins lengur. En alla vega að þá var þetta bara góð helgi, soldið kalt þannig að ég fór ekkert í pottinn og auðvitað heldur ekki litla skvísan heldur en allir aðrir kíktu í pottinn. Á laugardagskvöldið fengum við alveg frábæran mat, fengum nautalundir, mmmm, ekkert smá gott sko. Meirihlutinn af lundunum voru hollenskar og svo var ein íslensk, þessar hollensku voru mjög góðar en þær voru nú ekki alveg með tærnar þar sem þessi íslenska var með hælana. En það sem að lýsir þessari helgi best er bara afslöppun og ofát, hehe.
Á föstudaginn gerði ég líka voða sniðugt, ég keypti sko flugmiða fyrir mig og kallinn til Minneapolis og förum við því til U.S. and A þann 2. október og verðum til 6. október úhje og svo ætlum við að athuga með hótelið sem er í mollinu þannig að við þurfum ekki einu sinni að fara út fyrir hússins dyr nema mar kíkji e-ð annað og svo auðvitað bara til og frá flugvellinum.
Á morgun förum ég og lilla í krílahitting og sýnist mér á öllu að við verðum um 20 mömmur og 20 kríli, þannig að þetta verður bara stuð. Gaman að sjá öll þessi kríli og auðvitað mömmurnar líka.
Jæja þá gott fólk, held ég hafi þetta ekki lengra í bili.
Skvísumamman kveður í bili
Bloggar | 6.4.2008 | 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Okt. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar