Á laugardaginn skírðum við litlu snúlluna okkar og fékk hún nafnið Gunnhildur María, í höfuðið á mæðrum okkar. Það besta við þetta allt saman var að þær áttu svo ekki von á því að við myndum skíra eftir þeim, þannig að ég held að Reykvíkingar hafi orðið varir við jarðskjálfta og sérstaklega íbúar í nánd við Laugarneskirkju Þetta var yndislegur dagur í alla staði, veislan heppnaðist þvílíkt vel og var voða lítið af afgöngum. Ég var voða dugleg og bakaði jarðaberjatertu, púðursykurstertu og gerði 2 heita rétti, hefði eiginlega þurft að gera 4 eða 6 því að þessir réttir voru fyrstir til að klárast. Svo var reyndar smá ves í samandi við skírnarkökuna, ég bað þá að koma með kökuna í salinn um 14:30, en þeir voru sko búnir að hringja í konuna sem að fylgdi salnum fyrir kl. 14 takk fyrir, en jæja þetta bjargaðist nú allt saman. En svo var farið að skera í kökuna og þá sé ég bara að það er bleikt inni í henni og ég bara "whaaaaaat" það átti sko að vera súkkulaðifylling og ég hef alla vega alltaf staðið í þeirri trú að súkkulaðifylling sé brún, hmmmmm. En kakan var svo sem allt í lagi með jarðaberjafyllingunni, en ég er samt ennþá að gera upp við mig hvort ég eigi að hringja og kvarta pínu.
Hér er ein mynd úr skírninni
Hér kemur svo ein af kökunni frægu
Annars er kallinn á pínu bömmer, hann varð nebblega 27 á föstudaginn, greyjið "litla", hvað má ég segja hmmmm, búin að fylla 3 tugi sko.
En jæja, segjum þetta gott í bili
Skvísumamman
Okt. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glæsileg veisla sys... geðveikar kökurnar þínar,meira segja mamma sagði að þú hefðir slegið hennar jarðaberjatertu út!! Það mætti kallast ágætis hrós. Til hamingju með nafnið enn & aftur... vel valið :)
Sigga litla systir þín (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 21:22
Innilega til hamingju með litlu dúlluna Lonní. Gaman að fá þig sem bloggvin.
Tíminn er ekkert smá fljótur að líða mér finst eins og þú hafir átt eldri stelpuna í gær hehehe.
En ég á alveg pottþétt eftir að fylgjast með blogginu þínu hér eftir.
Hulda Sigurðardóttir, 29.5.2008 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.