Og að ég mætti nú vera aðeins duglegri við að skrifa e-ð á þetta blessaða blogg. Annars er nú margt og mikið búið að gerast á þessum bæ síðan síðast, t.d. erum við Gunnhildur María byrjaðar í ungbarnasundi (Þórunn Emilía hætti 30. maí og G.M. byrjaði 2. júní) þannig að ég er búin að vera non stop í sundinu hjá Snorra síðan í byrjun apríl '06. Ég er líka búin að eignast þennan fína iPod, keypti hann af múttu minni og er bara að fíla hann, þarf aðeins að læra inn á hann samt. Sólin er sko búin að vera dugleg að glenna sig síðan síðasta færsla var rituð og ekki þykir mér það leiðinlegt, er mikill aðdáandi þeirrar gulu;o). Rétt fyrir síðustu mánaðarmót fékk hann Baldur minn sína ósk uppfyllta, hann fékk loksins flatara og þá er ég sko ekki að meina flatlús heldur FLATSKJÁ, en ég kvarta svo sem ekki, finnst hann alveg kúl líka;o) Stóra skottan mín er algjörlega búin að henda bleyjunni, líka á nóttunni, það liðu ekki nema 2 vikur frá því að hún hætti með bleyju á daginn og þangað til að hún hætti líka með bleyju á nóttunni, ekkert smá dugleg og við foreldrarnir algjörlega að springa úr stolti. Þá held ég að ég sé búin að telja upp þessa stóru hluti sem að hafa gerst síðan síðast. Æ já, svo fékk ég líka að vita það korter í sumarfrí hjá Þórunni Emilíu að hún er komin með 9 tíma vistun á leikskólanum, ég sótti sko um lenginguna í janúar þannig að þetta er ekki búið að taka neinn smá tíma. En ætli maður segi þetta ekki gott í bili, læt fylgja með myndir af snúllunum mínum.
Stóra snúllan hún Þórunn Emilía iPod D.J.
Svo er það litla snúllan hún Gunnhildur María síkáta (annað eyrað pínu úr focus, en só vott).
Skvísumamman kveður í bili.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
VÚHÚHÚHÚ VÚDÚ SKÚTÚ !!! Hún kannedda hún kannedda... halló halló eruði að lesa þetta sama & ég ?? Nei hún er ekki komin með ritara skvízumamman hún kannedda bara ennþá síðan síðast. Jæja búin að fagna... kíp on ðe gúdd djobb !!
Liljan (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.