Jú, það finnst mér alla vega og maður á sko alltaf að segja eins og manni finnst, það segir mamma mín alltaf
Eyþór Ingi vann auðvitað Bandið hans Bubba en það voru engin tíðindi fyrir mig þar sem að ég sagði eftir að hafa heyrt í þessum dreng í fyrsta skiptið að nú þyrfti sko ekki að halda neina keppni þar sem að sigurvegarinn væri fundinn og auðvitað hafði ég rétt fyrir mér. En ég verð nú að segja það að ég vorkenni nú Arnari pínu pons, hann er búin að keppa tvisvar við Eyþór og tapað í bæði skiptin, grey grákurinn Þegar að Bandið var búið ætlaði ég að skreppa til múttu minnar en hún var ekki heima, var bara hjá henni Sillu og var mér bara boðið að koma þangað í staðinn, auðvitað sló ég til og tók með mér sundfötin þar sem að þær ætluðu í pottinn og það var sko ekkert smá næs.
Í gærkvöldi fórum við hjónaleysin á Djísus Kræst Súperstar í Borgarleikhúsinu og skemmtum við okkur alveg ljómandi vel, gaman að gera e-ð svona tvö ein, alveg nauðsynlegt. Við vorum sammála um það að Jenni í Brain Police hefði brillerað sem Júdas og svo vorum við líka sammála um það að hann Krummi hefði nú ekki verið neitt spes. Sviðið var rosalega einfalt og flott, bara einn stór kross á sviðinu sem að hægt var að hækka og lækka á alla vegu og svo laufblöð, þetta gjörsamlega sannaði orðatiltakið "less is more". En annars bíðum við bara eftir því að þetta verk verði sett upp eftir nokkur ár og þá með Eyþóri í hlutverki Jesú og Arnari í hlutverki Júdasar, hehe.
Hún Þórunn Emilía gisti hjá Lilju sys og Mikael Orra og fannst það nottla æði, en ég komst nú að því að hún dóttir mín getur verið mjög lúmsk. Við gleymdum að setja í töskuna einhvern bangsa eða e-ð sem að hún gæti sofið með þannig að hún fékk lánaðan bangsa hjá M. O. En svo sofnar hann á undan henni og þegar hann er sofnaður sér hún sér gott til glóðarinnar og ákveður að taka bangsann af M. O. og láta hann bara hafa bangsann sem að hún var með, hehe, nema hvað að Lilja stendur hana að verki og hvíslar að henni að þetta megi ekki og þá verður mín voða skömmustuleg og fer að skæla Segið svo að börn geti ekki verið snjöll
En jæja þá, ekki meira í bili.
Skvísumamman
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta vart ekki bara einhver bangsi þetta var YOKO, M.O vaknaði & varð meira en lítið sár.....
LiljaSys (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.