Það munaði nú ekki miklu að ég hefði breyst í fugl í gærkvöldi þegar ég var að horfa á Bandið hans Bubba, ég fékk svo brjálaða gæsahúð þegar hann Eyþór var að syngja seinna lagið sitt að það er sko bara ekki fyndið. Ég fékk gæsahúð á handleggina, bakið, upp eftir hnakkanum og andlitið, þannig að það má eiginlega segja að ég hafi orðið hálf gæs, hehe. En þessi drengur er bara magnaður og það að hann sé ekki eldri en 18 er nottla bara rugl og ef hann vinnur þetta ekki að þá er e-ð að þjóðinni og Bubba.
En nóg um þetta. Þegar að Bandið var búið fékk ég mér bíltúr í Vesturbæinn til ma og pa til þess að ná í M&M kúlur fyrir Baldur minn og nýjann heimasíma. Heimasíminn hérna er nebbla búinn að vera ansi leiðinlegur í ANSI LANGAN TÍMA, var gjörsamlega að gefast upp á þessu hel%$&#. Stundum ákvað símafíflið bara að virka ekki og ákvað það líka oft í miðju samtali og þá var sko ekkert verið að pæla við hvern maður var að tala og hvort maður var kannski búin að bíða í 20-30 mín. að ná sambandi við viðkomandi, eins og ég segi að þá var þetta bara orðið gjörsamlega ÓÞOLANDI og var farið að reyna soldið mikið á skapið get ég sagt ykkur, þannig að Binni maðurinn hennar Kollu vinkonu mömmu reddaði mér og mömmu (hún var með eins síma og ég) nýjum símum og vona ég innilega að þeir eigi eftir að haga sér betur.
Þórunn Emilía var heldur betur dugleg á leikskólanum í gær, hún fór á koppinn eftir hvíldina eins og vaninn er nema hvað að það varð smá misskilningur á milli þeirra sem að vinna á deildinni hennar, þær héldu báðar að hin hefði sett á hana bleyju en hvorug gerði það. Hún kom nefnilega arkandi fram af koppnum og var búin að girða upp um sig og var sem sagt bleyjulaus fram yfir kaffi og ekkert slys takk fyrir, þannig að ég held að það verði ekkert rosalega langt í að hún hætti bara með bleyjuna.
Í gær hringdi ég í Laugarneskirkju og ætlaði að tala við Sr. Bjarna en hann var ekki við þannig að það var einhver kona sem að spurði mig hvort hún gæti ekki tekið skilaboð og ég bara jú, jú og segi henni það að ég ætli að fá hann til þess að skíra fyrir mig og hún spyr mig um dagsetningu og ég segi henni að við séum með 3 í huga s.s. 1. , 3. og 10. maí og þá segir hún við mig að hann skíri bara á sunnudögum, s.s. í messu og eftir messu. Hann er nú ekki búinn að hringja í mig til baka, en ég vona að hann geti gert smá undantekningu þar sem ég er ekki alveg að meika það að vera með einhverja hevý veislu á sunnudegi og svo þarf Baldur að fara að vinna á mánudeginum. En þetta kemur bara í ljós þegar að maðurinn hringir í mig. En svona fyrir fólk sem er rooooooooosalega forvitið að þá ákváðum við að skíra ekki í höfuðið á neinum, s.s. bæði nöfnin eru gjörsamlega út í loftið.
Jæja nóg frá mér í bili,
Skvísumamman
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta gerir mig bara enn forvitnari,nú er alveg lost. Það verður eitthvað fallegt ég veit það bara. Styttist í það komi í ljós... ! Vissi nú ekki af þessu bloggi fyrr en nú,en stattu þig nú systir góð. Lovs...systirin smáa
Forvitna-Systirin (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 14:11
ssææællll, á ekkert að blogga......
Söngfuglinn, 20.4.2008 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.