Menningaleg með frábært hár;o)

Já ég er sko búin að vera rosa mennó e-ð upp á síðkastið. Á sunnudaginn fyrir viku síðan fór ég á tónleika hjá Karlakór Reykjavíkur og voru þeir ekkert smá flottir (á 2 frændur í þeim kór). Á þriðjudaginn í síðustu viku fór ég til hennar Sollu minnar og þar fengu lokkarnir mínir að fjúka en ég er ekkert smá ánægð að vera svona stutthærð og fín. Síðasta föstudag var ég í miðasölunni hjá Vox femine þar sem að þær voru með tónleika í Hafnarborg, þetta voru svona vínar- og valstónleikar og þetta voru ekkert smá flottir tónleikar (mamman mín í þessum kór) og svo var ég á tónleikum hjá Strætókórnum áðan og þeir voru léttir og skemmtilegir (á 5 frændur í þessum kór). Jamm, það er alveg greinilegt að það er mjög söngelskt fólkið í fjölskyldunni minni og svo er spurning hvort að ég skelli mér ekki í Voxinn með henni múttu í haust, mér finnst nefninlega voða gaman að syngja líka (kemur á óvart hehe).

Yngri dóttir mín dafnar mjög vel eftir að ég fór að gefa henni nánast bara þurrmjólk þar sem að ég er greinilega ekki mikil mjólkurkú og ef að ég væri kú að þá væri örugglega bara búið að slátra mér þar sem að ég væri ekki að standa mig í stykkinu. En þá að þeirri eldri, hún er nottla bara gullmoli þessi elska, það er auðvitað verið að reyna að venja hana smátt og smátt af bleyju og reyna að fá hana til þess að pissa og kúka í koppinn eða klósettið, en fyrir nokkrum dögum síðan sat Baldur á klóinu og var að gera nr. 2 og Þórunn Emilía var e-ð að sniglast inni á klói og þurfti að kúka, þá ætluðum við að vera voða sniðug og spurðum hana hvort hún vildi nú ekki kúka í koppinn þar sem að pabbi væri nú að kúka í klósettið, en hún var nú ekki lengi að svara þessu og sagði: "Nei, get ekki kúka koppinn mér er svo illt í bakinu, hahaha, bara góður.

Svo er nú ekki langt í skírnina og við ekkert smá róleg, maður ætti nú kannski að fara aðeins á stúfana á morgun og panta kerti og kannski reyna að finna ódýra kökudiska ég á nebblega ekki neinn sko. Svo verður alveg brjálað að gera hjá mér í næstu viku, ég fer í litun á mánudaginn, neglur á þriðjudaginn, vax á miðvikudaginn og svo eigum við að hitta prestinn á fimmtudaginn og svo er skírnin á laugardaginn, sææææl get ég fengið fleiri klukkustundir í sólarhringinn fram að skírn??????

En núna ætla ég að fara að lúlla mér, litla snúlla búin að drekka síðasta pelann fyrir nóttina og þá vonar maður bara að hún geri eins og hún er vön, þ.e.a.s. sofi fram til morguns.

Leiter geiter,

Skvísumamman. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er svipuð belja & þú hehe. En gott að við séum mannabeljur & okkur verði nú ekki slátrað fyrir þetta... kysstu litlu skvízurnar..lovs...

LiljaSyss (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 20:01

2 identicon

Ég hlakka til að sjá hárið!

Ása Björg (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband